18. janúar 2024

Veglegur styrkur til Menntaskólans á Ísafirði

Menntaskólinn á Ísafirði hlaut veglegan styrk frá  Mennta- og barnamálaráðuneytið til að auka skilning kennara og nemenda á orkuframleiðslu og hvernig hægt er að nýta mismunandi orkugjafa til að draga úr losun, umhverfisáhrifum og kostnaði.

Settar verða upp sólarsellur við verkmenntahús skólans sem nota á til kennslu, þjálfunar og til að sinna hluta af orkunotkun skólans. Nemendur í húsasmíða-, málm- og vélstjórnargreinum munu smíða grind undir sólarsellurnar og nemendur í rafiðn- og vélstjórnargreinum munu koma þeim fyrir og tengja.

Verkefnið er unnið með sérfræðingum Bláma og Orkubús Vestfjarða sem munu vinna náið með nemendum og kennurum skólans. Þannig verður hægt að skapa vettvang til að samþætta námsgreinar og tengja saman nemendur úr ólíkum námsgreinum.

Blámi er stoltur samstarfsaðili og hlakkar til að vinna áfram með framsýnum stjórnendum og nemendum Menntaskólans á Ísafirði

Fréttir

Fleiri fréttir
9. apríl 2024
Staða hleðsluinnviða á Vestfjörðum
Lesa meira
18. janúar 2024
Veglegur styrkur til Menntaskólans á Ísafirði
Lesa meira
2. janúar 2024
Hvernig drögum við úr olíunotkun til húshitunar?
Lesa meira
21. desember 2023
Topp 10 orkuskiptaverkefni 2023
Lesa meira