Nýsköpun og þróun
á Vestfjörðum

Blámi er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og Vestfjarðastofu.

Meginmarkmið Bláma er að styðja við og efla nýsköpun og þróun orkuskiptaverkefna með því að auka hlut vistvæns eldsneytis, vetnis og rafeldsneytis í samgöngum og iðnaði. Blámi vill ýta undir orku- og loftslagstengda nýsköpun, efla frumkvöðla og styrkja nýsköpunarumhverfið á Vestfjörðum.

Bláma er ætlað að leiða saman einstaklinga og fyrirtæki sem geta unnið saman við það að afla alþjóðlegs fjármagns til tilrauna, rannsókna og þróunar á orku- og loftslagsvænum lausnum. Með því að auka samstarf á milli fyrirtækja og opinberra aðila er hægt að styðja verkefni og tækifæri, þar sem verðmætasköpun og samkeppnishæfni er aukin.

Blámi mun nýta svæðisbundna styrkleika, mannauð og fyrirtæki til að mynda frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og aukna verðmætasköpun.

Starfsfólk

Framkvæmdastjóri
Þorsteinn Másson

(+354) 696 6565

Rannsóknar- og þróunarstjóri
Tinna Rún Snorradóttir

(+354) 698 4968

Orkuskipta sérfræðingur
Anna María Daníelsdóttir

(+354) 841 7578

Verkefnastjóri
Edda Bára Árnadóttir

(+354) 861 3978

Stjórn Bláma

Stjórnarformaður

Haraldur Hallgrímsson

Landsvirkjun

Stjórnarmenn

Elías Jónatansson

Orkubú Vestfjarða

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir

Vestfjarðastofa

Kjartan Ingvarsson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið