9. apríl 2024

Staða hleðsluinnviða á Vestfjörðum

Blámi vann nýlega greiningu á hleðsluinnviðum á Vestfjörðum fyrir Umhverfis -, Orku og Loftlagsráðuneytið.

Staða hleðsluinnviða fyrir rafmagnsbíla er almennt góð samanborið við aðra landshluta en Orkubú Vestfjarða hefur lagt í töluverðar fjárfestingar þegar kemur að stærri hleðslustöðvum víðsvegar um fjórðunginn.

Þó eru staðir og svæði þar sem styrkja þarf innviði og aðgengi að raforku, aðallega á svæðinu við Flókalund og í hluta Ísafjarðardjúps

Mikilvægt er að huga að uppyggingu hleðsluinnviða fyrir rafmagnsknúna bílaleigubíla, sérstaklega á Ísafirði, Bíldudal og Patreksfirði. Lagt er til að stjórnvöld styðji við sérstök átaksverkefni sem snúa að hleðslu-innviðum fyrir bílaleigubíla á landsbyggðinni.

Fylgjast þarf vel með þróun og útbreiðslu á rafknúnum flutninga bifreiðum með tilliti til áningarstaða og flutningsleiða.

Lagt er til að sveitarfélög á Vestfjörðum hugi sérstaklega að því að tryggja aðgengi að lóðum sem ætlaðar eru undir hleðslustöðvar geti tekið á móti stærri ökutækjum á borð við flutningabifreiðar, hóp ferða-bifreiðar og bifreiðar með hjól- og fellihýsi í eftirdragi. Einnig er mikilvægt að sveitarfélög hugi að framtíðar-fyrirkomulagi raforkusölu á hafnarsvæðum í samvinnu við orkusölufyrirtæki og ríkið.

Skýrsluna má nálgast hér

Fréttir

Fleiri fréttir
9. apríl 2024
Staða hleðsluinnviða á Vestfjörðum
Lesa meira
18. janúar 2024
Veglegur styrkur til Menntaskólans á Ísafirði
Lesa meira
2. janúar 2024
Hvernig drögum við úr olíunotkun til húshitunar?
Lesa meira
21. desember 2023
Topp 10 orkuskiptaverkefni 2023
Lesa meira