19. mars 2021

Þorsteinn stýrir Bláma

Þorsteinn Másson

Þorsteinn Másson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bláma, samstarfsverkefnis Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu. Bláma var ýtt úr vör í desember síðastliðnum.

Þorsteinn hefur frá árinu 2016 starfað sem sérfræðingur á viðskiptaþróunarsviði hjá Arnarlaxi, þar sem hann fór fyrir leyfismálum og stýrði uppbyggingaráformum félagsins við Ísafjarðardjúp, ásamt öðrum verkefnum á viðskiptaþróunarsviði félagsins. Hann er formaður hafnarstjórnar Bolungarvíkurkaupstaðar.

„Ég hef lengi haft áhuga á nýsköpun og þróun á svæðinu og hef mikla trú á að vestfirskt atvinnulíf geti og þurfi að nýta sér tækifæri sem felast í tækniþróun og nýsköpun á sviði orkumála, sjálfbærni og matvælaframleiðslu. Þannig gætu vestfirsk fyrirtæki, með aðstoð Bláma, Landsvirkjunar, Vestfjarðastofu og Orkubús Vestfjarða orðið leiðandi á landsvísu á ákveðnum sviðum nýsköpunar í orkunýtingu,“

er haft eftir Þorsteini í fréttatilkynningu.

Þorsteinn er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og er með vélstjórnarréttindi. Hann er mikill útivistarmaður og býr ásamt eiginkonu sinni Katrínu Pálsdóttur og tveimur börnum í Bolungarvík.

Fréttir

Fleiri fréttir
1. september 2024
Innviðafélag Vestfjarða og Blámi : opinn kynningarfundur á Ísafirði
Lesa meira
19. ágúst 2024
Úthlutanir úr Orkusjóð
Lesa meira
27. júní 2024
Blámi leitar að liðsauka
Lesa meira
9. apríl 2024
Staða hleðsluinnviða á Vestfjörðum
Lesa meira