19. mars 2021

Þorsteinn stýrir Bláma

Þorsteinn Másson

Þorsteinn Másson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bláma, samstarfsverkefnis Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu. Bláma var ýtt úr vör í desember síðastliðnum.

Þorsteinn hefur frá árinu 2016 starfað sem sérfræðingur á viðskiptaþróunarsviði hjá Arnarlaxi, þar sem hann fór fyrir leyfismálum og stýrði uppbyggingaráformum félagsins við Ísafjarðardjúp, ásamt öðrum verkefnum á viðskiptaþróunarsviði félagsins. Hann er formaður hafnarstjórnar Bolungarvíkurkaupstaðar.

„Ég hef lengi haft áhuga á nýsköpun og þróun á svæðinu og hef mikla trú á að vestfirskt atvinnulíf geti og þurfi að nýta sér tækifæri sem felast í tækniþróun og nýsköpun á sviði orkumála, sjálfbærni og matvælaframleiðslu. Þannig gætu vestfirsk fyrirtæki, með aðstoð Bláma, Landsvirkjunar, Vestfjarðastofu og Orkubús Vestfjarða orðið leiðandi á landsvísu á ákveðnum sviðum nýsköpunar í orkunýtingu,“

er haft eftir Þorsteini í fréttatilkynningu.

Þorsteinn er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og er með vélstjórnarréttindi. Hann er mikill útivistarmaður og býr ásamt eiginkonu sinni Katrínu Pálsdóttur og tveimur börnum í Bolungarvík.

Fréttir

Fleiri fréttir
13. desember 2021
Vilja vera fyrirmynd þegar kemur að orkuskiptum í sjávarútvegi
Lesa meira
11. nóvember 2021
Orkuskiptum fylgja ný störf og fjöldi tækifæra
Lesa meira
9. september 2021
Orkuskipti fóðurpramma
Lesa meira
12. ágúst 2021
Blámi fær styrk úr Umhverfissjóð Sjókvíaeldis
Lesa meira