20. júní 2022

Orkuskipti á fiskeldisbátum

Orkuskipti í sjávartengdri starfsemi eru handan við hornið og vinnubátar við fiskeldi eru að mörgu leyti heppilegir til að leiða fyrstu skref grænorkuvæðingar í sjávartengdri starfsemi. Hægt er að draga verulega úr notkun á jarðefnaeldsneyti með því að innleiða grænar lausnir í fiskeldisstarfsemi og mikilvægt að stjórnvöld og fiskeldisfyrirtæki vinni saman að því að auka hlutdeild vistvænna orkugjafa.

Í þessari skýrslu er farið yfir núverandi orkuþörf, framtíðarhorfur ásamt því að skoða hvaða vistvænu lausnir eru í sjónmáli og hvernig fyrirtæki og stjórnvöld geta unnið saman að því að draga úr losun og auka hlutdeild vistvænna orkugjafa.

Við viljum þakka Umhverfissjóði Sjókvíaeldis og Matvælaráðuneytinu fyrir að hafa styrkt verkefnið. Sérstakar þakkir fá svo fiskeldisfyrirtæki, þjónustufyrirtæki, Orkubú Vestfjarða og Nýsköpunardeild Landsvirkjunar, ásamt öllum þeim lögðust á árarnar með okkur.

Skýrsluna má nálgast hér

Fréttir

Fleiri fréttir
27. mars 2023
Hvatningarverðlaun SFS
Lesa meira
27. desember 2022
Topp 10 orkuskipta-verkefni á árinu sem er að líða
Lesa meira
21. nóvember 2022
Orkuskipti í Ísafjarðardjúpi
Lesa meira
3. ágúst 2022
Rafhjólabærinn Ísafjörður
Lesa meira