17. nóvember 2023

Heitt vatn í Súðavík?

Blàmi vinnur nú að spennandi nýsköpunarverkefni ásamt Súðavíkurhrepp þar sem nýta á aflagða innviði til orkuframleiðslu. Notast á við svokallaðan segulhitara sem snúið er með vatnsaflstúrbínu og hita þannig vatn. Um nýja tækni er að ræða og í fyrsta skipti sem hún er prófuð á Íslandi.

Notast á við ónotaða vatnsveitu í Súðavík sem liggur í um 100 metra hæð yfir sjávarmáli og gefur því góðan þrýsting og kraft.

En hvers vegna framleiðum við ekki bara rafmagn?

Rafmagnsframleiðsla með vatnsafli er ein besta og umhverfisvænasta leið til að framleiða orku. Það getur hinsvegar verið snúið að geyma raforku nema í uppistöðulónum eða stórum rafhlöðum.

Þess vegna gæti verið hagkvæmara, einfaldara  og ódýrara að framleiða, nota og geyma heitt vatn á ákveðnum svæðum. (köldum svæðum, stöðum sem þurfa varma frekar en raforku osfv)

Súðavíkurverkefnið (sem er vinnuheitið) hefur fengið ómetanlegan stuðning frá Landsvirkjun, Orkustofnun, Vestfjarðastofu, Árteig og allskonar fólki og fyrirtækjum. En mestan heiður eiga Súðvíkingar sjálfir. Án þeirra væri augljóslega ekkert Súðavíkurverkefni.

Verkefnið er liður í stærra verkefni sem nýlega hlaut styrk úr Loftlagssjóð þar sem hagnýting segulhitara verður skoðuð í fjölbreyttara samhengi. Verkefni er unnið af Bláma, Orkídeu, Orkubúi Vestfjarða, Sigurði Markússyni og Sidewind

Á næstu dögum er stefnt að fyrstu prófunum í Súðavík en jafnframt er verið að skoða önnur tækifæri til varmaframleiðslu með þessari spennandi tæknilausn.

Fréttir

Fleiri fréttir
1. september 2024
Innviðafélag Vestfjarða og Blámi : opinn kynningarfundur á Ísafirði
Lesa meira
19. ágúst 2024
Úthlutanir úr Orkusjóð
Lesa meira
27. júní 2024
Blámi leitar að liðsauka
Lesa meira
9. apríl 2024
Staða hleðsluinnviða á Vestfjörðum
Lesa meira