21. nóvember 2022

Orkuskipti í Ísafjarðardjúpi

Blámi lauk nýverið við gerð skýrslu um orkuskipti í Ísafjarðardjúpi en litið var til staðbundinnar starfsemi á borð við fiskeldi, ferðaþjónustu, rækjuveiða og strandveiða. Öll sú starfsemi er háð notkun á jarðefnaeldsneyti sem þýðir að fyrirhuguð orkuskipti munu hafa mikil áhrif á Ísafjarðardjúp sem atvinnusvæði.

Niðurstaðan er sú að raunhæft sé að skipta út jarðefnaeldsneyti í staðbundinni starfsemi í Ísafjarðardjúpi fyrir árið 2040 en það mun kalla á kallar á stuðning frá hinu opinbera og aukna samvinnu sveitarfélaga og fyrirtækja við Ísafjarðardjúp.

Huga þarf sérstaklega að þekkingaruppbyggingu á svæðinu svo hægt sé að þjónusta nýjar lausnir en vélstjórar og annað tæknimenntað fólk mun spila lykilhlutverk í orkuskiptunum. Tryggja aðgengi að grænni orku svo hægt sé að skipta út jarðefnaeldsneyti og styrkja þarf innviði.

Niðurstaðan er háð óvissuþáttum á borð við tækniþróun, fjárfestingargetu, stuðningsaðgerðir og reglugerðir sem gætu haft töluverð áhrif á endanlega útkomu. Það er samt sem áður von skýrsluhöfunda að skýrslan virki sem hvatningu fyrir stjórnvöld, sveitarfélög og fyrirtæki að taka höndum saman og setja aukinn kraft í sjávartengd orkuskipti

Skýrsluna má nálgast hér

Fréttir

Fleiri fréttir
8. september 2023
Nýr hybrid fóðurprammi til Háafells
Lesa meira
11. júlí 2023
Skýrsla starfshóps um eflingu samfélags á Vestfjörðum
Lesa meira
4. júlí 2023
Spennandi rannsóknarverkefni
Lesa meira
27. mars 2023
Hvatningarverðlaun SFS
Lesa meira