27. mars 2023

Hvatningarverðlaun SFS

Við hjá Bláma erum bæði stolt og þakklát fyrir að hafa fengið hvatningarverðlaun SFS sem veitt voru á ársfundi samtakana þann 24 mars.

Við hjá Bláma höfum unnið  að spennandi verkefnum tengdum sjókvíaeldi, til dæmis landtengingum og rafhlöðukerfum. Það styttist í að að við förum að sjá fiskeldisbáta með stórum rafhlöðum og öflugar landtengingar fyrir brunnbáta. Hvað hefðbundin sjávarútveg varðar þá er hægt að keyra skipavélar sem brenna metanóli og verið að vinna að einu slíku verkefni á Íslandi og á næsta ári verður hægt að fá vélar sem keyra á ammoníaki.

Að fá þessi verðlaun hefur mikla þýðingu og sýnir að við erum á réttri leið. Við munum halda áfram að vinna að raunverulegum verkefnum.

Það er ánægjulegt að sjá og finna að sjávarútvegsfyrirtækin eru opin fyrir að skoða tækifæri á sviði vistvænna orkugjafa. Við meigum ekki gleyma að þessi fyrirtæki hafa verið  framarlega í að minnka orkunotkun, hvort sem það er með stærri skrúfum, sparneytnari vélum eða léttari hlerum.

Fréttir

Fleiri fréttir
24. október 2024
Samstarf um Bláma endurnýjað
Lesa meira
1. september 2024
Innviðafélag Vestfjarða og Blámi : opinn kynningarfundur á Ísafirði
Lesa meira
19. ágúst 2024
Úthlutanir úr Orkusjóð
Lesa meira
27. júní 2024
Blámi leitar að liðsauka
Lesa meira