Orkusjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til kaupa á vöru- og hópferðabílum.
Umsóknarferlið hefur verið einfaldað og er nú sambærilegt við það sem gildir um fólksbíla sem er mikil breyting til hins betra, því áður voru styrkir einungis veittir einu sinni á ári.
Nú er hægt að sækja um styrki til kaupa á rafmagnsvörubílum og hópferðabílum á island.is. Ef ekkert breytist þá lækka styrkirnir um næstu áramót svo það er sannarlega hvati til nýta sér þennan myndarlega styrk.
Í drögum að nýju frumvarpi um kílómetragjald kemur fram að hreinorkubílar muni einungis greiða mun lægri gjöld næstu fjögur ár hið minnsta.
Stjórnvöld eru því að senda skýr skilaboð: Tíminn til að skipta yfir í hreinni orkugjafa er núna og þeir sem stíga fyrsta skrefið fá öflugan stuðning með í för.