Nýlega fékk hópur sem leiddur er af Tækniháskólanum Lulea í Svíðþjóð, styrk til að rannsaka hvernig er hægt að koma af stað vetnisverkefnum á Norðurlöndunum með áherslu á hafnarsvæði.
Blámi er hluti af þessum öfluga hóp ásamt Landsvirkjun, Háskóla Íslands, Statkraft, Sænsku Umhverfisstofnuninni, Port of Gottenburg, Norska Tækniháskólanum, Lulea Energy, Port of Pitea og SSAB.
Vetnisframleiðsla, geymsla og dreifing á Ísafjarðarhöfn er ein af áherslum verkefnisins en þátttaka í svona verkefni er mikilvæg fyrir Bláma, Vestfirði og Ísland til að auka þekkingu, tengsl og skilning á vistvænum orkugjöfum.