3. ágúst 2022

Rafhjólabærinn Ísafjörður

Erna Kristín Elíasdóttir

Í dag er mikið talað um sjálfbærni, hvað er best fyrir umhverfið og hvernig hægt er að minnka kolefnislosun. Þegar kemur að samgöngum er gott að horfa á rafhjól, ekki einungis vegna umhverfisþátta heldur líka vegna áhrifa á líkamlega og andlega heilsu fólks

Hvað eru rafhjól

Rafhjól eru hefðbundin hjól sem búin eru mótor sem aðstoða við koma hjólinu áfram. Mótorinn fer í gang þegar stigið er á pedalana og stoppar þegar hætt er að hjóla eða bremsað er. Þetta hentar vel fyrir þau sem vilja aðstoð við að komast upp brattar brekkur eða að hjóla á móti sterkum vindi en hægt er stjórna því hversu mikla aðstoð mótorinn veitir.  Hægt er að fá rafmagnshjól í ýmsum stærðum og gerðum, götuhjól, ferðahjól og fjallahjól.   Fyrir þau sem vilja nota rafhjól til að gera stærri innkaup og ferðast með meiri varning er hægt að fá raf-burðarhjól sem geta borið allt að 180 kg.

Aukin hreyfing 

Í könnun sem náði til 1.800 rafhjólaeigenda í Norður-Ameríku kom fram að fólk sem fékk sér rafhjól jók hjólanotkun sína umtalsvert, hvort sem um var að ræða fólk sem notaðist við hefbundin hjól eða þau sem notuðust ekki við hjól.

Sparnaður

Í Bláma höfum við tekið saman sparnaðinn á því að vera á rafhjóli. Þá er borin saman eldsneytiskostnaður vinsælla bíla við rafmagnskostnað rafhjóla. Horft var til tveggja jeppa (Land Cruiser og Audi Q7) og tveggja fólksbíla (Skoda Octavia og Volkswagen Golf) á móti 2 gerðum af rafhjólum, það eru 0,0017 kWst/km rafhjól og 0,025 kWst/km rafhjól. Miðast er við ferðir til og frá matvöruverslunum á Ísafirði, Grunnskólans og Menntaskólans. Miðað er við 180 skóladaga og eina búarferð í viku allt árið. 

Í stuttu máli er hægt að spara allt að 68.000 kr á ári með því að nota rafmagnshjól til að fara í matvörubúðir, Grunnskólann og Menntaskólann á Ísafirði fyrir aðila sem býr í Holtahverfi eða Eyri. Hægt er að sjá nánari útreikninga í ýtarefni.  

Umhverfið

Ávinningur þess að nota rafmagnshjól í stað bíls eru ekki bara sparnaður á peningum heldur dregur það líka úr losun á gróðurhúsaloftegundum. Hægt er að minnka árlega losun  á CO2 um allt að 444 kg með því að skilja jeppann eftir þegar farið er úr Holtahverfi inn á Ísafjörð, og notast frekar við rafmagnshjól. Í stað þess að notast við innflutt jarðefnaeldsneyti er notast við græna og innlenda orku. Í rannsókn frá 2020 gætu losun á CO2 minnkað um 50% ef fólk færi að nota rafhjól í stað bíls í Englandi en fram kemur að mikil tækifæri felist í notkun rafhjóla í dreyfbýli og í úthverfum.

Að lokum

Samdráttur í losun gróðurhúsaloftegunda er eitt mikilvægasta verkefni samtímans og mikilvægt að horfa til allra þátta til að takmarka losun. Með því að nota rafhjól í stað bíla má draga úr losun og um leið fá frískandi líkamsrækt. Rafmagnshjól eru því góður, umhverfisvænn og heilsubætandi ferðamáti sem hentar sérstaklega vel á Ísafirði, stóran hluta af árinu.

Ýtarefni

Kostnaður við það fara einungis fram og tilbaka í grunnskólann á ári (180 dagar): 

Kostnaður við það að fara einungis fram og tilbaka í menntaskólann á ári (180 dagar):

Kostnaður við það að fara einungis fram og tilbaka í búðina á ári (1 x í viku, 52 vikur):

Kostnaður við það að fara fram og tilbaka í grunnskólann (180 dagar) og að fara fram og tilbaka í búðina (1 x í viku, 52 vikur) á ári):

Kostnaður við það að fara fram og tilbaka í menntaskólann (180 dagar) og að fara fram og tilbaka í búðina (1 x í viku, 52 vikur) á ári):

Sparnaður á ári við það að vera á rafhjóli, aðeins miðað við búðarferðir fram og tilbaka 1 x í viku (52 vikur):

Miðað við 0,0017 kWst/km:
Miðað við 0,0225 kWst/km:

Sparnaður á ári við það að vera á rafhjóli, aðeins miðað við grunnskólaferðir 180 dagar fram og tilbaka:

Miðað við 0,0017 kWst/km:
Miðað við 0,0225 kWst/km

Sparnaður á ári við það að vera á rafhjóli, aðeins miðað við menntaskólaferðir 180 dagar fram og tilbaka:

Miðað við 0,0017 kWst/km:
Miðað við 0,0225 kWst/km:

Sparnaður á ári við það að vera á rafhjóli, miðað við grunnskólaferðir (180 dagar) fram og tilbaka, og búðarferðir 1 x í viku fram og tilbaka (52 vikur):

Miðað við 0,0017 kWst/km
Miðað við 0,0225 kWst/km:

Sparnaður á ári við það að vera á rafhjóli, miðað við menntaskólaferðir (180 dagar) fram og tilbaka, og búðarferðir 1 x í viku fram og tilbaka (52 vikur):

Miðað við 0,0017 kWst/km
Miðað við 0,0225 kWst/km:

Hér má sjá hversu mikið hver bíll losar af CO2 við hverja leið, hér er einungis miðað við aðra leiðina en ekki fram og tilbaka:

Höfundur: Erna Kristín Elíasdóttir

Heimildir:

https://www.velospeed.co.uk/advantages-and-disadvantages-of-electric-bikes/, https://www.bikeradar.com/features/ebike-benefits/

https://www.bicycling.com/skills-tips/a20044021/13-things-about-e-bikes/, https://www.bicycling.com/skills-tips/a20044021/13-things-about-e-bikes/

https://www.bicycling.com/skills-tips/a20044021/13-things-about-e-bikes/, https://ppms.trec.pdx.edu/media/project_files/NITC_RR_1041_North_American_Survey_Electric_Bicycle_Owners.pdf

https://www.creds.ac.uk/publications/e-bike-carbon-savings-how-much-and-where/

https://laka.co/gb/blog/e-bike/7-environmental-benefits-of-riding-an-e-bike/, https://epiccycles.ca/huge-environmental-benefits-of-an-electric-bike/

Fréttir

Fleiri fréttir
11. nóvember 2024
Edda Bára til Bláma
Lesa meira
24. október 2024
Samstarf um Bláma endurnýjað
Lesa meira
1. september 2024
Innviðafélag Vestfjarða og Blámi : opinn kynningarfundur á Ísafirði
Lesa meira
19. ágúst 2024
Úthlutanir úr Orkusjóð
Lesa meira