Blámi lauk nýlega við gerð skýrslu um orkuskipti fóðurpramma í fiskeldi.
Í skýrslunni er farið yfir orkunotkun fóðurpramma, hvernig auka megi hlut endurnýjanlegrar orku og draga þannig úr olíunotkun og losun á gróðurhúsaloftegundum. Fjallað er um hvata og hvernig flýta má fyrir orkuskiptum fóðurpramma á Íslandi en lausnirnar sem gætu komið til greina eru meðal annars landtenging við rafmagn, rafhlöður og notkun á rafeldsneyti. Í skýrslunni er farið yfir hvar væri hægt að innleiða grænar lausnir, hvaða lausnir gætu hentað hverju svæði, með tilliti til innviða, tæknilausna og þróun starfseminnar.