Tinna Rún Snorradóttir hefur verið ráðin rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Tinna mun sinna nýsköpun og þróun tækifæra í orkuskiptum með áherslu á sjávartengda starfssemi og flutninga.
Tinna Rún starfaði áður sem sérfræðingur hjá Accenture í Kaupmannahöfn, en snýr nú aftur heim á Vestfirðina en Tinna er ættuð úr Súðavík. Tinna er með BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc gráðu í iðnaðar og rekstrarverkfræði frá Danska Tækniháskólanum (DTU).
Við hjá Bláma viljum bjóða Tinnu Rún hjartanlega velkomna.