8. september 2023

Nýr hybrid fóðurprammi til Háafells

Tinna Rún Snorradóttir rannsóknar-og þróunarstjóri Bláma afhendir hér Gauta Geirssyni framkvæmdarstjóra Háafells blómvönd fyrir framan fóðurprammann Kambsnes.

Fiskeldisfyrirtækið Háafell fékk fóðurprammann Kambsnes afhentan í gær á Ísafirði en fóðurpramminn verður notaður við fiskeldisstöð félagsins í Álftafirði.

Pramminn er merkilegur fyrir þær sakir að hann er búinn öflugum rafhlöðum sem draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis en gera má ráð fyrir allt að 40-60% olíusparnaði. Auk rafhlaðna er pramminn með búnað til að taka við rafmagni með sæstreng sem hægt verður að nýta í náinni framtíð.

Þetta er annar fóðurprammi félagsins en pramminn Ögurnes í Skötufirði er tengdur við raforkukerfið með sæstreng sem dregur alveg úr notkun á jarðefnaeldsneyti.

Við óskum Háafelli til hamingju með Kambsnes og ánægjulegt að sjá fyrirtæki fjárfesta í lausnum sem draga verulega úr losun.

Fréttir

Fleiri fréttir
11. nóvember 2024
Edda Bára til Bláma
Lesa meira
24. október 2024
Samstarf um Bláma endurnýjað
Lesa meira
1. september 2024
Innviðafélag Vestfjarða og Blámi : opinn kynningarfundur á Ísafirði
Lesa meira
19. ágúst 2024
Úthlutanir úr Orkusjóð
Lesa meira