8. september 2023

Nýr hybrid fóðurprammi til Háafells

Tinna Rún Snorradóttir rannsóknar-og þróunarstjóri Bláma afhendir hér Gauta Geirssyni framkvæmdarstjóra Háafells blómvönd fyrir framan fóðurprammann Kambsnes.

Fiskeldisfyrirtækið Háafell fékk fóðurprammann Kambsnes afhentan í gær á Ísafirði en fóðurpramminn verður notaður við fiskeldisstöð félagsins í Álftafirði.

Pramminn er merkilegur fyrir þær sakir að hann er búinn öflugum rafhlöðum sem draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis en gera má ráð fyrir allt að 40-60% olíusparnaði. Auk rafhlaðna er pramminn með búnað til að taka við rafmagni með sæstreng sem hægt verður að nýta í náinni framtíð.

Þetta er annar fóðurprammi félagsins en pramminn Ögurnes í Skötufirði er tengdur við raforkukerfið með sæstreng sem dregur alveg úr notkun á jarðefnaeldsneyti.

Við óskum Háafelli til hamingju með Kambsnes og ánægjulegt að sjá fyrirtæki fjárfesta í lausnum sem draga verulega úr losun.

Fréttir

Fleiri fréttir
30. desember 2024
Áhugaverð verkefni í orkugeiranum 2024
Lesa meira
11. nóvember 2024
Edda Bára til Bláma
Lesa meira
24. október 2024
Samstarf um Bláma endurnýjað
Lesa meira
1. september 2024
Innviðafélag Vestfjarða og Blámi : opinn kynningarfundur á Ísafirði
Lesa meira