11. nóvember 2024

Edda Bára til Bláma

Edda Bára Árnadóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri Bláma  en hún verður með aðsetur og skrifstofu á Patreksfirði

Edda Bára hefur frá árinu 2018 starfað sem sérfræðingur hjá KPMG þar sem verkefni hennar voru einna helst á sviði virðisaukaskatts, aðgerða gegn peningaþvætti og félagaréttar. Hún er með BSc- og ML-gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Edda Bára er gift Hilmari Blöndal og eiga þau saman tvær stelpur þær Aríu Rós og Aþenu Gestrúnu. 

„Ég hlakka mikið til að koma aftur heim eftir að hafa ekki búið á svæðinu síðan ég var 17 ára og geta lagt eitthvað til samfélagsins. Ég hef mikla trú á Vestfjörðum og það er gaman að sjá hvernig atvinnulíf á svæðinu hefur breyst síðustu ár meðal annars vegna fiskeldis, ferðaþjónustu og vaxtar Kerecis.  

Það eru mikil tækifæri sem felast í tækniþróun og nýsköpun á sviði orkumála og matvælaframleiðslu og er mjög spennandi að fá að taka þátt í slíkum verkefnum í samvinnu við vestfirsk fyrirtæki og samfélagið og styðja þannig við áframhaldandi vöxt þeirra í gegnum græna orku, öfluga innviði og samvinnu„ segir Edda Bára. 

„Það er mikill fengur í að fá Eddu Báru til liðs við okkur hjá Bláma og þekking hennar og reynsla mun hjálpa okkur að raungera fleiri og stærri verkefni“ segir Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma.  

Fréttir

Fleiri fréttir
30. desember 2024
Áhugaverð verkefni í orkugeiranum 2024
Lesa meira
11. nóvember 2024
Edda Bára til Bláma
Lesa meira
24. október 2024
Samstarf um Bláma endurnýjað
Lesa meira
1. september 2024
Innviðafélag Vestfjarða og Blámi : opinn kynningarfundur á Ísafirði
Lesa meira