Blámi hefur gefið út Vestfirska Orkukortið, sem sýnir á myndrænan og aðgengilegan hátt allar helstu virkjanir og virkjanakosti á Vestfjörðum, stöðu hvers verkefnis og helstu raforkuinnviði.
Á kortinu má sjá staðsetningu og stærð virkjanakosta, áhrif þeirra á raforkuöryggi svæðisins, ásamt upplýsingum um raforkunotkun í stærstu þéttbýlisstöðunum, jarðhita og staðsetningu varaaflsvéla.
Orkumál á Vestfjörðum hafa verið mikið til umræðu á síðustu árum og mörg spennandi og mikilvæg verkefni í bígerð eða í skoðun. Orkukortinu er ætlað að dýpka umræðuna og gera fólki kleift að fræðast um einstaka virkjanir, innviði og fyrirhugaðar framkvæmdir.