Landsvirkjun hefur tilkynnt um skerðingar á raforku til nokkurra stórnotenda á suðvesturhluta landsins og til fjarvarmaveitna.
Hvað eru fjarvarmaveitur?
Fjarvarmaveitur eru hitaveitur sem hita vatn með raforku og veita því svo í íbúðarhús. Slíkar veitur er að finna á öllum stærstu þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum þar sem ekki (ennþá) er aðgengi að jarðvarma.
Skerðingarnar sem hefjast 19. janúar 2024 eru tilkomnar vegna stöðu vatnsbúskapar í lónum Landsvirkjunar og gætu varað í allt að 3 mánuði eða fram í apríl 2024.
Hver eru áhrifin?
Fjarvarmaveitur sjá þúsundum Vestfirðinga fyrir heitu vatni en þegar raforku skortir er gripið í að hita vatn með olíu. Það kann að hljóma sérstakt að nota þurfi olíu til húshitunar á sama tíma og við leitum allra leiða til að draga úr losun og notkun á jarðefnaeldsneyti en svona er staðan. Árið 2022 þurfti að brenna 2,1 milljónum lítra af olíu til húshitunar vegna raforkuskorts og í núverandi orkuskorti gæti olíubruninn orðið jafnvel meiri.
Hvernig leysum við þetta?