2. janúar 2024

Hvernig drögum við úr olíunotkun til húshitunar?

Landsvirkjun hefur tilkynnt um skerðingar á raforku til nokkurra stórnotenda á suðvesturhluta landsins og til fjarvarmaveitna.

Hvað eru fjarvarmaveitur?
Fjarvarmaveitur eru hitaveitur sem hita vatn með raforku og veita því svo í íbúðarhús. Slíkar veitur er að finna á öllum stærstu þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum þar sem ekki (ennþá) er aðgengi að jarðvarma.

Skerðingarnar sem hefjast 19. janúar 2024 eru tilkomnar vegna stöðu vatnsbúskapar í lónum Landsvirkjunar og gætu varað í allt að 3 mánuði eða fram í apríl 2024.

Hver eru áhrifin?
Fjarvarmaveitur sjá þúsundum Vestfirðinga fyrir heitu vatni en þegar raforku skortir er gripið í að hita vatn með olíu. Það kann að hljóma sérstakt að nota þurfi olíu til húshitunar á sama tíma og við leitum allra leiða til að draga úr losun og notkun á jarðefnaeldsneyti en svona er staðan. Árið 2022 þurfti að brenna 2,1 milljónum lítra af olíu til húshitunar vegna raforkuskorts og í núverandi orkuskorti gæti olíubruninn orðið jafnvel meiri.

Hvernig leysum við þetta?

  • Besta leiðin til að koma í veg fyrir olíunotkun til húshitunar er að leita og finna jarðvarma. Orkubú Vestfjarða með stuðningi Orkustofnunar og Umhverfis – , Orku og Loftlagsráðuneytisins hafa sett mikinn kraft í jarðhitaleit á síðustu árum og vonandi fer sú vinna að bera ávöxt. Því er mikilvægt að styðja áfram við frekari jarðhitaleit.
  • Stórar miðlægar varmadælur og miðlægar varmageymslur geta dregið verulega úr olíunotkun og áhugavert er að skoða hvernig þessar lausnir geti nýst betur, sérstaklega þar sem jarðvarma er ekki að finna.
  • Auka framboð af heildarorku í kerfinu sem minnkar líkur á að skerðingum tryggir framboð af grænni raforku til fjarvarmaveitna.

Fréttir

Fleiri fréttir
11. nóvember 2024
Edda Bára til Bláma
Lesa meira
24. október 2024
Samstarf um Bláma endurnýjað
Lesa meira
1. september 2024
Innviðafélag Vestfjarða og Blámi : opinn kynningarfundur á Ísafirði
Lesa meira
19. ágúst 2024
Úthlutanir úr Orkusjóð
Lesa meira