6. desember 2023

Rafmagnsrúta á Vestfjörðum

Eigendur Vestfirskra Ævintýraferða

Vestfirsk fyrirtæki hafa ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að mikilvægum orkuskiptaverkefnum en í dag fengu Vestfirskar Ævintýraferðir Altas/Merzedes Benz rafmagnsrútu frá Öskju

Rútan mun sinna almenningssamgöngum milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur ásamt því að flytja ferðamenn um Vestfirði á sumrin og gera má ráð fyrir að samdráttur í losun sé á við 10 rafmagnsbíla.

Eigendur Vestfirska Ævintýraferða og Askja Bílaumboð eiga heiður skilið fyrir að hafa tekið þetta mikilvæga skref í átt að frekari orkuskiptum.

Við hjá Bláma eru stolt af því að hafa stutt við þetta verkefni en stuðningur Orkusjóðs, aðgengi að vistvænni raforku og markviss uppbygging á hleðsluinnviðum eru lykilþættir í að raungera svona verkefni.

Fréttir

Fleiri fréttir
11. nóvember 2024
Edda Bára til Bláma
Lesa meira
24. október 2024
Samstarf um Bláma endurnýjað
Lesa meira
1. september 2024
Innviðafélag Vestfjarða og Blámi : opinn kynningarfundur á Ísafirði
Lesa meira
19. ágúst 2024
Úthlutanir úr Orkusjóð
Lesa meira