Grænorkuklasinn

Vestfirski grænorkuklasinn er samstarf nokkurra aðila á Vestfjörðum til að byggja upp og laða að þekkingu til þróunar og nýtingar á græna orku í sjávartengdri starfsemi.

Orkuskipti í sjávartengdri starfsemi liggja sérstaklega vel að vestfirsku samfélagi þar sem stunduð er fjölbreytt útgerð og öflugt fiskeldi í bland við sjávartengda ferðaþjónustu. Í fjórðungnum eru öflugar menntastofnanir og tæknifyrirtæki sem sinnt hafa sjávarútvegi í áratugi.

Grænorkuklasinn samanstendur af Bláma, Háskólasetri Vestfjarða, Menntaskólanum á Ísafirði, Orkubúi Vestfjarða, Vestfjarðastofu, og Þrym Vélsmiðju.

Í fyrstu á að kanna möguleika á að nýta rafeldsneyti í sjávartengda starfsemi og skoða tækifæri til að taka í notkun báta sem nýta vistvæna orku að hluta eða öllu leyti. Setja á upp námskeið þar sem nemendur í tæknigreinum og fólk með tæknimenntun fá innsýn inn í nýtingu á rafeldsneyti og hvernig meðhöndla á grænorku. Mikil þróun er að eiga sér stað í flutningabílum sem nýta vetni eða rafmagn og kanna á hvort hægt sé að nýta slíka bíla í flutninga innan svæðis.

Gert er ráð fyrir að hópurinn muni stækka á næstunni en leita á  til fleiri fyrirtækja, einstaklinga og stofnana svo styrkja megi  samstarfið og auka slagkraft verkefnisins.