18. júní 2021

Dagný til Bláma

Dagný Hauksdóttir hef­ur verið ráðin rannsókna- og þróunarstjóri Bláma, sam­starfs­verk­efn­is Lands­virkj­un­ar, Orku­bús Vest­fjarða og Vest­fjarðastofu. Hlutverk hennar er að vinna að ný­sköp­un og þróun tæki­færa í orku­skipt­um.

Dagný starfar sem skipulags- og umhverfisfulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ þar sem hún hefur m.a. umsjón með skipulagsgerð og mótun umhverfisstefnu fyrir bæjarfélagið. Áður starfaði Dagný sem verkefnastjóri Jarðhitagarðs Orku Náttúrunnar, þar sem auðlindastraumar frá Hellisheiðarvirkjun eru nýttir til verðmætasköpunar eftir hugmyndafræði hringrásarhagkerfis.

„Nýsköpun á sviði orkunýtingar og orkuskipti í sjávartengdri starfsemi eru spennandi verkefni.  Vegna nálægðar við sjávartengda starfsemi og fiskimið eru Vestfirðir kjörinn vettvangur til að þróa, prófa og nýta lausnir á sviði grænnar orkunýtingar.

Til að tryggja samkeppnishæfni Vestfjarða í nýjum og sjálfbærum atvinnugreinum er lykilatriði að samhliða uppbyggingu þeirra sé hugað að orkuskiptum og umhverfismálum. Jafnframt að Vestfirðir sýni framsýni hvað varðar tækifæri sem nýir atvinnuvegir og orkuskipti munu hafa í för með sér til framtíðar.“

segir Dagný sem mun hefja störf hjá Bláma í júlí.

Dagný er með BSc gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún lauk masters- og doktorsgráðu frá Danska Tækniháskólanum (DTU) í samstarfi við framsækin vöruþróunarfyrirtæki eins og Danfoss og Novo Nordisk.  Dagný stundar sem stendur nám í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.

Fréttir

Fleiri fréttir
13. desember 2021
Vilja vera fyrirmynd þegar kemur að orkuskiptum í sjávarútvegi
Lesa meira
11. nóvember 2021
Orkuskiptum fylgja ný störf og fjöldi tækifæra
Lesa meira
9. september 2021
Orkuskipti fóðurpramma
Lesa meira
12. ágúst 2021
Blámi fær styrk úr Umhverfissjóð Sjókvíaeldis
Lesa meira