Skýrsla starfshóps um eflingu samfélags á Vestfjörðum

Í skýrslunni er farið yfir áskoranir og tækifæri sem vestfirskt samfélag stendur frammi fyrir en orkumál eru þar fyrirferðamikil enda er aðgengi að tryggri orku ein helsta forsenda lífgæða.

Skýrsluna má nálgast hér

Orkuskipti fóðurpramma

Blámi vann skýrslu um orkuskipti fóðurpramma. Skýrslan var hluti af verkefninu „Greining orkunotkunar í íslensku sjókvíaeldi“ sem að Blámi hlaut styrk fyrir úr Umhverfissjóð sjókvíeldis. Verkefnisstjóri var Anna María Daníelsdóttir.

Í skýrslunni er farið yfir orkunotkun fóðurpramma, hvernig auka megi hlut endurnýjanlegrar orku og draga þannig úr olíunotkun og losun á gróðurhúsaloftegundum. Fjallað er um hvata og hvernig flýta má fyrir orkuskiptum fóðurpramma á Íslandi en lausnirnar sem gætu komið til greina eru meðal annars landtenging við rafmagn, rafhlöður og notkun á rafeldsneyti. Í skýrslunni er farið yfir hvar væri hægt að innleiða grænar lausnir, hvaða lausnir gætu hentað hverju svæði, með tilliti til innviða, tæknilausna og þróun starfseminnar.

Skýrsluna má nálagst hér

Orkuskipti fiskeldisbáta

Blámi vann skýrslu um orkuskipti fiskeldisbáta. Skýrslan var hluti af verkefninu „Greining orkunotkunar í íslensku sjókvíaeldi“ sem að Blámi hlaut styrk fyrir úr Umhverfissjóð sjókvíeldis. Verkefnisstjóri var Anna María Daníelsdóttir.

Í þessari skýrslu er farið yfir núverandi orkuþörf, framtíðarhorfur ásamt því að skoða hvaða vistvænu lausnir eru í sjónmáli og hvernig fyrirtæki og stjórnvöld geta unnið saman að því að draga úr losun og auka hlutdeild vistvænna orkugjafa.

Skýrsluna má nálgast hér

Orkuskipti í Ísafjarðardjúpi

Blámi vann skýrslu um orkuskipti í Ísafjarðardjúpi. Skýrslan var hluti af verkefninu „Kolefnishlutlaust Ísafjarðardjúp“ sem að Blámi hlaut styrk fyrir úr Loftslagssjóð. Verkefnisstjóri var Tinna Rún Snorradóttir.

Í þessari skýrslu er farið yfir núverandi orkuþörf, og spáð fyrir um hvaða grænorkutækni henti hverri starfssemi, hvenær umskipt yfir í grænorku munu hefjast og hvenær vistvæn orka verði búin að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi.

Skýrsluna má nálgast hér 

Áhrif orkuskipta á hafnarsvæði

Blámi vann skýrslu þar sem leitast er við að greina áhrif orkuskipta á helstu hafnir á Vestfjörðum en verkefnið var eitt af áhersluverkefnum Vestfjarðastofu árið 2022

Skýrsluna má nálgast hér